Ljúffeng kjötsúpa og fjölmenni á heimatónleikum
Dagskráin á Ljósanótt 2017 gengur vel
Þúsundir gesta gæddu sér á ljúffengri kjötsúpu frá Skólamat og hlustaðu á tónlistardagskrá á sviði við smábátahöfnina í Grófinni í gær föstudagskvöld. Tónarnir ómuðu um allan gamla bæinn í Keflavík þar sem heimatónleikar voru á sex stöðum en uppselt var á þá fyrir löngu síðan.
Það var síðan stuð víð í bænum fram eftir nóttu en í dag laugardag er vegleg dagskrá þar sem hæst ber árgangagangan en síðan eru sýningar um allan bæ og stanslausir tónleikar í Duus-húsum.
Dagskrá Ljósanætur hefur gengið að óskum og veðurguðirnir verið í ágætum gír. Hún nær hámarki í dag laugardag.
Hér eru myndir frá stuðinu á föstudagskvöldi í myndasafni með fréttinni.
Kjötsúpan rann út í þúsundum skammta og var ljúffeng að venju.
Mikið fjölmenni var við smábátahöfnina í Gróf. Fólk naut kjötsúpunnar og tónlistardagskrár.
Jón Jónsson var einn þeirra tónlistaraðila sem kom fram á heimatónleikum. Hann er vinsæll kappinn eins og sjá má á þessari mynd. En það var líka fjör annars staðar á heimatónleikum, m.a. í rokkheimum Rúnars Júl.