Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Ljótir hálfvitar í Frumleikhúsinu
Þriðjudagur 15. júlí 2008 kl. 11:30

Ljótir hálfvitar í Frumleikhúsinu

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Norðlenska gleðisveitin Ljótu hálfvitarnir heldur sína fyrstu tónleika á Suðurnesjum fimmtudagskvöldið 17. júlí kl. 21.00. Reyndar spiluðu hálfvitarnir nokkur lög á ljósanótt í fyrra, en þetta verða fullburða tónleikar þar sem öllum hálfvitagangi verður til tjaldað.

Ljótu hálfvitarnir náðu eyrum þjóðarinnar síðasta sumar með sjómannalaginu "Sonur hafsins", og gáfu þá einnig út sína fyrstu plötu. Tónlistinn verður kannski best lýst sem einhverskonar hressu þjóðlagapopppönki, þar sem litrík textagerð, fjölbreytt hljóðfæraskipan og einbeittur vilji til að skemmta áhorfendum eru í forgrunni. Hljómsveitina skipa níu þingeyskir tónlistarmenn með ólíkan bakgrunn, fjölskrúðugt holdafar og frjálslegt skopskyn, svo það er óhætt að gera ráð fyrir að flestir geti skemmt sér á tónleikunum. Þeir hefjast sem fyrr segir kl. 21, en húsið verður opnað kl. 20.30. Miðaverð er 1.500 kr.