Ljósmyndir af Reykjanesi sýndar í Saltfisksetrinu
Ljósmyndasýning opnar í Salfisksetrinu í Grindavík í dag og gefur þar að líta um 3300 ljósmyndir sem teknar hafa verið í nágrenni Grindavíkur og víðs vegar á Reykjanesi á síðustu árum og Ómar Smári Ármannsson hefur tekið saman.
Myndirnar eru frá ferðum Ómars og félaga hans í ferðafélaginu Ferli sem hafa uppgötvað merkar minjar og náttúrufyrirbrigði á nýjan leik. N.k. miðvikudag mun Ómar sjálfur vera viðstaddur sýninguna, sem verður opin til kl. 20 það kvöld, og mun hann svara fyrirspurnum um myndirnar, en jafnvel kunnugustu menn hafa átt í erfiðleikum með að þekkja umhverfið á sumum myndanna. Til dææmis bar gamall smali, sem hlaupið hefur á hverja þúfu á Reykjanesinu, myndirnar augum og þekkti ekki helminginn af þeim stöðum sem hann sá!
Áhugafólk um náttúru Reykjanesskagans er hvatt til að koma og láta reyna á kunnáttu sína um staðhætti, fornar minjar og nöfn á kennileitum.
Myndirnar eru frá ferðum Ómars og félaga hans í ferðafélaginu Ferli sem hafa uppgötvað merkar minjar og náttúrufyrirbrigði á nýjan leik. N.k. miðvikudag mun Ómar sjálfur vera viðstaddur sýninguna, sem verður opin til kl. 20 það kvöld, og mun hann svara fyrirspurnum um myndirnar, en jafnvel kunnugustu menn hafa átt í erfiðleikum með að þekkja umhverfið á sumum myndanna. Til dææmis bar gamall smali, sem hlaupið hefur á hverja þúfu á Reykjanesinu, myndirnar augum og þekkti ekki helminginn af þeim stöðum sem hann sá!
Áhugafólk um náttúru Reykjanesskagans er hvatt til að koma og láta reyna á kunnáttu sína um staðhætti, fornar minjar og nöfn á kennileitum.