LJÓSMYNDIN ÍMYNDIN PORTRETTIÐ?: Síðasta sýningarhelgi í listasafninu
Á sýningunni mætast portrettverk þeirra beggja sem öll eru unnin út frá ljósmyndum en með afar ólíkri nálgun á viðfangsefninu. Sigríður Melrós sýnir grafíkverk og olíumálverk af sömu manneskjunni sem er nektardansmærin Lísa auk annarra grafíkmynda. Karl Jóhann sýnir málverk af fólkinu í kringum hann sem hann setur gjarnan í ný hlutverk. Hvert verk sýnir einhvern atburð eða stemmningu sem Karl spinnur upp og sviðsetur.
Sýningin hefur fengið góða dóma, að því er fram kemur í tilkynningu, og fjöldi gesta lagt leið sína í Duushúsin til að njóta verkanna. Sýningarstjóri sýningarinnar er Inga Þórey Jóhannsdóttir sem sést á myndinni á milli listamannanna.