Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Ljósmyndavefur: Húsfyllir á Sódómu
Mánudagur 9. mars 2009 kl. 14:03

Ljósmyndavefur: Húsfyllir á Sódómu


Öflugur hópur leikara úr nemendahópi FS frumsýndi á föstudaginn söngleikinn Sódómu í Andrew´s Theater á Vallarheiði. Hátt í 40 nemendur taka þátt í sýningunni sem fékk góðar viðtökur en leikurum og aðstandendum sýningarinnar var ákaft fagnað í sýningarlok. Húsfyllir var á frumsýningunni og gestir á öllum aldri.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Verkið er byggt á kvikmynd Óskars Jónassonar.  Felix Bergsson samdi handritið en leikstjóri er Orri Huginn.  Þeir Óskar, Felix og Orri voru allir viðstadddir frumsýninguna.

Aðrar sýningar eru 8., 11., 15. og 18. mars og hefjast kl. 20:00.

Svipmyndir frá sýningunni eru komnar hér inn á ljósmyndavef Víkurfrétta.

VFmynd/pket.