Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Ljósmyndavefur: Hreyfing og útivist á Þemadögum
Fimmtudagur 5. mars 2009 kl. 13:26

Ljósmyndavefur: Hreyfing og útivist á Þemadögum



Árlegir Þemadagar FS voru í síðustu viku og var sjónum beint á  hreyfingu og útivist. Mörg fjölbreytt námskeið og fyrirlestrar voru í boði sem flestir tengdust þemanu á einhvern hátt. Á fimmtudagskvöldinu var skemmtikvöld nemenda og kennara, svokallað Flödeskum, þar sem boðið var upp á vöfflur og heitt kakó og ýmis skemmtiatriði. Meðal annars var sýnt atriði úr söngleiknum Sódóma sem verður frumsýndur verður annað kvöld en nemendafélag skólans er að setja verkið upp ásamt leikfélagi FS. Hljómsveit skipuð kennurum og einum nemanda tóku síðan nokkur lög. Föstudagurinn hófst með íþróttakeppni á milli kennara og nemenda. Gísli Einarsson, fréttamaður með meiru, skemmti síðan nemendum á sal skólans og lauk þemadögunum svo með grillveislu. Þemadagarnir gengu vel fyrir sig og voru að venju skemmtileg tilbreyting frá hefðbundinni kennslu, bæði fyrir nemendur og kennara FS.

Svipmyndir frá Þemadögunum eru komnar inn á ljósmyndavefinn hér á vf.
---


VFmyndir/elg.


Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024