Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Mannlíf

Ljósmyndasýningu Jóns Tómassonar að ljúka
Fimmtudagur 23. október 2014 kl. 07:37

Ljósmyndasýningu Jóns Tómassonar að ljúka

Síðasta sýningarhelgin í Bíósal Duus-húsa. Stórmerkileg sýning á myndum úr mannífi Keflavíkur á árunum 1940-1960.

Nú um helgina er síðasta opnunarhelgin í bíósal Duus-húsa á Ljósmyndasýningunni „Ljósmyndarinn Jón Tómasson, - aldarminning“ en hún vakti hvað mesta athygli fjölmargra sýninga á Ljósanótt.

Aðsókn að sýningunni hefur verið gríðarmikil og einróma lof hefur fallið um ljósmyndir Jóns frá mannlífinu í Keflavík á árunum 1940–1960. Nú er því síðasta tækifærið um helgina að sjá þessa merkilegu ljósmyndasýningu.

Mjög myndarlegur vefur hefur verið smíðaður í kring um ljósmyndasafn Jóns Tómassonar og eru þar rúmlega 600 myndir. Það sem er lofsvert við vefinn er að þar er hægt að skrá beint inn á vefinn nöfn fólks á myndunum og eins að skrá niður lýsingu á þeim atburðum sem myndirnar sýna. Þannig er hægt að varðveita allar upplýsingar á bak við myndirnar inn í framtíðina; nöfnin á bak við andlitin, heilu fjölskyldurnar og sögur sem tengjast þessum myndum.

Það er ósk aðstandanda sýningarinnar að þeir sem mögulega geta veitt þessar upplýsingar hafi vinsamlegast samband við starfsfólk Byggðasafns Reykjanesbæjar, sem mun aðstoða við innslátt á þessum upplýsingum.
Menningarlegt gildi ljósmyndasafnsins mun ná nýjum hæðum eftir því sem fleiri upplýsingar eru skráðar inn á vefinn, segir í tilkynningu frá aðstandendum sýningarinnar.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024