Ljósmyndasýning í Listatorgi
Anna Ósk Erlingsdóttir og Gunnar Gestur Geirmundsson opna ljósmyndasýningu í sal Listatorgs í Sandgerði næstkomandi laugardag og mun sýningin standa yfir til 14. febrúar. Á sýningunni kallast á tvö ólík svið ljósmyndunar þar sem Anna Ósk leggur stund á listræna tísku- og portrettljósmyndun en Gunnar á landslagsljósmyndun.
Sýningin verður opin milli kl. 13:00 - 17:00 sýningardagana.