Ljósmyndasýning í bíó
Sambíóin í Keflavík bjóða gestum Ljósanætur upp á óhefðbundna ljósmyndasýningu, sem ber heitið Ísland er land þitt.
Sýningin innheldur um 90 landslags- og náttúrumyndir Ellerts Grétarssonar (elg) sem hann hefur tekið víðsvegar um landið og verða myndirnar látnar leika mjúklega um hvíta tjaldið undir hljómfalli fegurrar tónlistar eftir Peter Kater.
Frumsýningin verður föstudaginn 4. september kl. 18:00. Aðgangur er ókeypis og eru allir velkomnir meðan húsrúm leyfir. Sýningin verður keyrð nokkrum sinnnum yfir Ljósanótt og verða aðrir sýningartímar auglýstir þegar nær dregur. Flutningur sýningarinnar tekur um 15 mínútur.
Ellert Grétarsson er kunnur af áhrifamiklum landslags- og náttúruljósmyndum sínum frá Íslandi. Á síðasta ári hlaut hann fyrstu verðlaun í hinni virtu PX3 ljósmyndakeppni í París fyrir náttúruljósmyndun í flokki atvinnumanna. Hann hefur haldið og tekið þátt í fjölda sýninga, bæði hér heima og erlendis.
---
Ljósmynd/elg - Öldurót við Reykjanes.