Ljósmyndasýning Guðmundar Heimsberg á Ljósanótt
Ljósmyndarinn Guðmundur Heimsberg verður með ljósmyndasýningu í vetrarsal GS (gamla HF) á Ljósanótt. Þetta er önnur sýning Guðmundar á Ljósanótt en sú fyrsta bar heitið „You dynamite“ og var myndefnið þar sannir íslenskir skallar.
Í ár sýnir Guðmundur svarthvítar myndir frá Barcelona, Reykjavík og New York. Ljósmyndarinn verður viðstaddur sýninguna fimmtudag og föstudag en verður frá sýningunni vegna vinnu laugardag og sunnudag.