Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Ljósmyndasýning á Listatorgi
Föstudagur 4. desember 2009 kl. 10:29

Ljósmyndasýning á Listatorgi


Ljósmyndaklúbburinn Pixlar í Sandgerði opnar á morgun, laugardaginn 5. desember, ljósmyndasýningu á Listatorgi í Sandgerði.  Þetta er fyrsta sýningin sem klúbburinn stendur að en hann var stofnaður nýlega af hópi áhugaljósmyndara í Sandgerði. Meðlilmir klúbbsins eru nú tæplega 30.
Á sýningunni verða yfir tuttugu ljósmyndir úr öllum áttum. Sýningin er opin frá 5. til 19. desember. Listatorg er opið alla daga frá klukkan 13 – 17.

Í gallerí Listatorgs verður 15% afsláttur fyrir þá sem vilja nýta tækifærið og kaupa fallegt og vandað handverk til jólagjafa. Þar er að finna gott úrval af ullarvörum, málverkum, glermunum, skartgripum, kertum og fl.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024