Ljósmyndasafn: Við Kleifarvatn
Kleifarvatn er stærsta stöðuvatnið á Reykjanesskaga og þriðja stærsta stöðuvatnið á Suðurlandi, um 10 km2. Það telst vera eitt af dýpstu vötnum landsins eða tæpir 100 metrar á dýpt. Það hefur löngum verið sveipað dulúð þjóðsagna um skrímsli nokkurt sem ku leynast í djúpinu.
Krýsuvík og umhverfi Kleifarvatns er gósenland jarðfræðiáhugafólks og nátturuunnenda. Þar er að finna jarðhita, ísaldarmyndun fjalla, jökulsorf og fjölbreyttar bergmyndanir, bólstraberg, móberg, hnyðlinga og sjá má glögglega afleiðingar jarðskjálfta og eldsumbrota.
Gaman er að staldra við á Syðri-Stapa en af honum er gott útsýni yfir vatnið auk þess sem bergmyndanir þar gleðja augu. Landmegin við hann er myndarlegur hellisskúti. Sunnan við stapann eru einnig skútar, sem vatnið hefur náð að grafa inn í mjúkt móbergið.
Krýsuvík – Kleifarvatn er afar vinsælt útivistarsvæði. Með tilliti til jarðfræðinnar og þeirrar staðreyndar að svæðið er aðeins í um 30 mínúta akstri frá heimilum 80% þjóðarinnar hefur svæðið ótvírætt mikið fræðslu- og útivistargildi.
Hér í myndasafninu er myndasyrpa sem Ellert Grétarsson tók við Kleifarvatn um síðustu helgi. Þá er einnig í safninu nýleg myndasyrpa frá litadýrðinni á hverasvæðinu í Seltúni í Krýsuvík.
VF-mynd/elg: Við Kleifarvatn
Krýsuvík og umhverfi Kleifarvatns er gósenland jarðfræðiáhugafólks og nátturuunnenda. Þar er að finna jarðhita, ísaldarmyndun fjalla, jökulsorf og fjölbreyttar bergmyndanir, bólstraberg, móberg, hnyðlinga og sjá má glögglega afleiðingar jarðskjálfta og eldsumbrota.
Gaman er að staldra við á Syðri-Stapa en af honum er gott útsýni yfir vatnið auk þess sem bergmyndanir þar gleðja augu. Landmegin við hann er myndarlegur hellisskúti. Sunnan við stapann eru einnig skútar, sem vatnið hefur náð að grafa inn í mjúkt móbergið.
Krýsuvík – Kleifarvatn er afar vinsælt útivistarsvæði. Með tilliti til jarðfræðinnar og þeirrar staðreyndar að svæðið er aðeins í um 30 mínúta akstri frá heimilum 80% þjóðarinnar hefur svæðið ótvírætt mikið fræðslu- og útivistargildi.
Hér í myndasafninu er myndasyrpa sem Ellert Grétarsson tók við Kleifarvatn um síðustu helgi. Þá er einnig í safninu nýleg myndasyrpa frá litadýrðinni á hverasvæðinu í Seltúni í Krýsuvík.
VF-mynd/elg: Við Kleifarvatn