Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Ljósmyndasafn: Tunnusláttur og skrautlegheit
Miðvikudagur 6. febrúar 2008 kl. 17:53

Ljósmyndasafn: Tunnusláttur og skrautlegheit

Reikna má með að einhverjir fari þreyttir að sofa í kvöld eftir að hafa þeyst um allan bæ í dag í nammileiðöngrum með tilheyrandi söngframkomu um víðan völl. Síðan tók við tunnusláttur og hamagangur í hoppiköstulum og á stökkdýnum. 

Ungviðið á Suðurnesjum gerði sér glaðan dag eins og venjan er á öskudaginn ár hvert. Sem fyrr mátti sjá hin skrautlegustu gervi og hugmyndafluginu voru lítil takmörk sett í þeim efnum.

Ellert Grétarsson, ljósmyndari Víkurfrétta, tók nokkrar svipmyndir í íþróttahúsinu við Sunnubraut þar sem öskudagsskemmtun fór fram eftir hádegið.


Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024