Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Ljósmyndasafn: Riðu um héruð í sex daga
Föstudagur 10. júlí 2009 kl. 12:06

Ljósmyndasafn: Riðu um héruð í sex daga


Snemma sumars fara margir hestamenn á Suðurnesjum  með klára sína austur í sveitir í sumarhaga.  Sameinast fólk þá gjarnan í stórum „sleppitúr” eins og hestamenn kalla það en hann stendur yfir í nokkra daga.
Nú á dögunum fóru um 50 félagar í hestamannafélaginu Mána  ríðandi meðfram suðurströndinni með stórt hestastóð til sumarbeitar og tók túrinn 6 daga. Um 80 hestar voru í stóðinu og eins og vænta mátti var stemmningin afar góð. Eftir hverja dagleið sameinaðist fólk svo yfir grilli og skemmtilegum kvöldvökum.
Nokkuð er um að Suðurnesjamenn hafi fjárfest í landskikum í sveitum Ölfus- og Árnessýslna þar sem þeir hafa komið sér upp aðstöðu til að stunda hestamennsku í sveitasælunni.

Ellert Grétarsson, ljósmyndari Víkurfrétta, slóst í för með hestafólkinu og eru myndir úr ferðinni komnar inn ljósmyndavef Víkurfrétta hér á vf.is undir heitinu Hestar og menn

---

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Ljósmynd/elg