Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Mannlíf

Ljósmyndasafn: Gengið á Keili
Föstudagur 18. ágúst 2006 kl. 12:12

Ljósmyndasafn: Gengið á Keili

Þó Keilir teljist vart í flokki hæstu fjalla, er ganga á hann engu að síður mjög skemmtileg og í góðu skyggni er útsýnið afar gott yfir Reykjanesskagann . Enda hefur fjallið löngum verið mjög vinsælt á meðal útivistarfólks. Fjallið er nokkuð bratt og því er uppgangan hin besta heilsubótarganga. Algengast er að fara frá Höskuldarvöllum, þaðan liggur vel merkjanlegur slóði í gegnum hraunið og meðfram hraunjaðrinum. Reikna má með að gangan taki á bilinu 3-4 tíma í það heila.


Keilir er 379 metra hár yfir sjó og varð til við gos undir jökli á ísöld. Sérkennileg strýtumyndun hans er til komin vegna gígtappa eða bergstands á fjallinu miðju.


Ellert Grétarsson, ljósmyndari VF, brá sér upp á Keili í mjúkri kvöldbirtunni í gær og tók nokkrar myndir sem sjá má hér í ljósmyndasafninu. Að vísu var meiningin að taka myndir af útsýninu en skyndileg þoka byrgði sýn svo úr urðu dulúðar þokumyndir.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024