Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Ljósmyndakeppni og Graffiti-námskeið á listahátíð barna
Þema ljósmyndakeppninnar eru dýr en það er einmitt yfirskrift Listahátíðar barna í ár.
Miðvikudagur 5. apríl 2017 kl. 08:00

Ljósmyndakeppni og Graffiti-námskeið á listahátíð barna

- Listahátíð barna vekur athygli á þremur skemmtilegum viðburðum fyrir unglinga

Listahátíð barna sem sett verður í tólfta sinn þann 4. maí vekur athygli á þremur skemmtilegum viðburðum fyrir unglinga í tengslum við hátíðina. „Markhópur hátíðarinnar hefur fram til þessa verið krakkar frá leikskóla til 12 ára en nú ætlum við að teygja okkur örlítið lengra í átt til eldri krakka einnig,“ segir í tilkynningu frá hátíðinni. 
 
„Af því tilefni bjóðum við upp á Ljósmyndasamkeppni Listahátíðar og Ljósops fyrir krakka í 7.-10. bekk. Þema keppninnar eru dýr en það er einmitt yfirskrift hátíðarinnar í ár. Keppnin stendur frá 5. – 21. apríl og eru krakkar hvattir til að setja upp listamannsgleraugun og senda inn fjölbreyttar og frumlegar myndir af dýrum. Á Listahátíðinni, sem sett verður þann 4. maí, verður sett upp sýning í Duus Safnahúsum á úrvali mynda úr keppninni og verða veitt verðlaun fyrir skemmtilegustu, frumlegustu, listrænustu og vinsælustu myndirnar,“ segir jafnframt í tilkynningunni. 
 
Þá verður einnig boðið upp á skemmtilegt tveggja helga Graffiti námskeið þar sem verk verður unnið á vegg í Fjörheimum og DJ smiðju. Í þessar smiðjur þurfa krakkarnir að skrá sig fyrirfram á netfangið [email protected]
 
Nánar má sjá um þessi verkefni á vef Reykjanesbæjar undir Auglýsingar.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024