Ljósmynda- og málverkasýningu lýkur í kvöld
Ljósmynda- og málverkasýningu þeirra Þorbjargar Magneu Óskarsdóttur og Ólafs Jóhanns Harðarsonar lýkur í kvöld á H-punktinum við Hafnargötu í Keflavík. Þorbjörg, eða Tobba, sýnir 11 málverk á sýningunni en Ólafur er með 6 ljósmyndir.
Sýningin opnar í dag kl. 18 og er opin til 22 í kvöld, en sýningin hefur aðeins staðið yfir í fjóra daga.
Áhugaverð sýning, segja þeir sem séð hafa, og vert að skoða en henni lýkur eins og áður segir í kvöld.
Sýningin opnar í dag kl. 18 og er opin til 22 í kvöld, en sýningin hefur aðeins staðið yfir í fjóra daga.
Áhugaverð sýning, segja þeir sem séð hafa, og vert að skoða en henni lýkur eins og áður segir í kvöld.