Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Mannlíf

Ljóslifandi jólasveinasýning í Duushúsum
Mánudagur 15. desember 2014 kl. 12:14

Ljóslifandi jólasveinasýning í Duushúsum

Nú á aðventu flykkjast elstu börn leikskólanna og yngstu börn grunnskólans í Duushús, nánar tiltekið í elsta hluta húsanna, Bryggjuhúsið frá 1877, og njóta þar fræðslu um gömlu íslensku jólasveinana, segir í frétt á vef Reykjanesbæjar.

Það er byggðasafn Reykjanesbæjar sem stendur fyrir dagskránni en í vor var einmitt opnuð sýning á vegum safnsins, á miðlofti hússins um þróun byggðar á svæðinu. Með því gafst kjörið tækifæri til að tengja gömlu sveinana við búsáhöld og híbýli fyrri tíma.

Á sýningunni verður ljóslifandi hvaðan þeir bræður sækja nafn sitt og óknyttaskapur þeirra tekur á sig mynd.

Þótt Grýla gamla hafi á einhverjum tímapunkti komist í stóra stranga af ódýru innfluttu eldrauðu bómullarefni og saumað ný klæði á synina, er nokkuð ljóst að gömlu sveinarnir í brúnu fötunum, eins og börnin segja, halda alltaf gildi sínu og gaman að sjá hversu vel að sér börnin eru að sér í jólasveinafræðunum. Og spurð hvernig á því standi á að þau viti þetta allt saman, stendur ekki á svari: „Við lærðum þetta í leikskólanum!“

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024