Bláa Lónið - 01apíl.
Bláa Lónið - 01apíl.

Mannlíf

Ljósin tendruð á vinabæjarjólatrénu í dag
Laugardagur 28. nóvember 2015 kl. 14:50

Ljósin tendruð á vinabæjarjólatrénu í dag

Í dag, laugardag, kl. 17 verða ljósin tendruð á jólatrénu á Tjarnargötutorgi sem er vinabær Reykjanesbæjar í Noregi, Kristiansand, hefur fært íbúum bæjarins að gjöf í yfir 50 ár.
Sendiherra Noregs á Íslandi, Cecilie Landsverk, mun afhenda tréð og forseti bæjarstjórnar Reykjanesbæjar, Guðbrandur Einarsson, veitir því viðtöku. Að venju kemur það í hlut grunnskólanemanda úr 6. bekk að kveikja ljósin á trénu og í ár er það Fannar Snævar Hauksson úr Njarðvíkurskóla sem fær það skemmtilega hlutverk.

Þegar ljósin hafa verið kveikt er von á góðum gestum, hinum eldhressu og skemmtilegu Skjóðu og Langleggi sem eru systkini jólasveinanna og þykir fátt skemmtilegra en að vera í jólaskapi. Skjóðu finnst gaman að segja sögur og hún lumar á alls kyns undarlegum sögum beint úr Grýluhelli. Í sögunum hennar Skjóðu getur margt gerst og þarf hún oftast hjálp frá börnunum til að leiða sig á réttan stað svo sagan fái farsælan endi. Langleggur er frábær píanóleikari og Skjóða á það til að fá börnin til að syngja með sér uppáhalds jólalögin sín við 
fallegan undirleik. Mörg börn þekkja Skjóðu úr Jóladagatali Hurðaskellis og Skjóðu sem sýnt var á youtube í fyrra. Skjóða og Langleggur stýra loks dansi í kringum jólatréð og jólasveinar koma í heimsókn.

Til að halda hita á mannskapnum verður boðið upp á heitt kakó og piparkökur.

Public deli
Public deli