Ljósin kveikt á jólatré Garðs

Kveikt verður á ljósum jólatré bæjarbúa Garðs þann 3. desember nk. Þar verður skemmtileg dagskrá í boði en Víkingarnir munu meðal annars syngja jólalög og kór T.G. og Gerðaskóla syngur einnig jólalög. Yngsti nemandi Gerðaskóla kveikir síðan á trénu og boðið verður upp á heitt kakó. Jólasveinar munu jafnvel kíkja í heimsókn og hefst skemmtunin kl 17:00.