Ljósin á jólatrénu í Vogum tendruð á sunnudag
Fyrsta sunnudag í aðventu, þann 1. desember næstkomandi, verða ljósin á jólatrénu í Vogum tendruð og verður það gert kl. 17.00 í Aragerði.
Séra Bolli Pétur mun fara með stutta hugvekju, kirkjukórinn syngja og samningar hafa náðst við fulltrúa jólasveinanna að senda einhverja slíka svona fyrirfram í Voga, segir á vef sveitarfélagsins en allir eru velkomnir.