Ljósberinn, ljóðasamkeppni á Suðurnesjum
Menningarfélagið Bryggjuskáldin efnir til ljóðasamkeppni á Suðurnesjum. Reglur keppninnar eru einfaldar: Innsent ljóð má ekki hafa birst áður og æskilegt er að það fjalli um Suðurnesin á einn eða annan hátt. Veitt verða verðlaun fyrir besta ljóðið að mati dómnefndar og auk þess fá tvö ljóð í viðbót viðurkenningu. Í dómnefnd sitja skáldin Anton Helgi Jónsson, Eyrún Ósk Jónsdóttir, Guðmundur Magnússon og þýðandinn Helga Soffía Einarsdóttir.
Ljóðin skal merkja með dulnefni ásamt nafni, heimili, netfangi og símanúmeri höfundar í öðru lokuðu umslagi með sama dulnefni merkt „Ljósberinn“ til Bókasafns Reykjanesbæjar, Tjarnargötu 12, 230 Reykjanesbæ. Skilafrestur rennur út 30. ágúst. Einnig má senda ljóðin ásamt upplýsingum um höfund á netfangið: [email protected] ef það hentar betur.
Tilkynnt verður um úrslit á Ljósanótt 2022. Þá munu vinningshafar lesa upp ljóðin sín og taka við viðurkenningu.
Frekari upplýsingar veitir Guðmundur Magnússon [email protected]