Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Ljósanótt: Þúsundir í árgangagöngu - myndir
Mánudagur 4. september 2017 kl. 11:04

Ljósanótt: Þúsundir í árgangagöngu - myndir

Nokkur þúsund manns mættu í árgangagöngu á laugardegi á Ljósanótt og gengu að venju niður Hafnargötu og niður að stóra hátíðarsviðinu. Veðurguðirnir voru ekki í sínu besta skapi en heldur ekki í því versta. Yngstu þátttakendurnir byrjuðu við hringtorgið að Hafnargötu 90. Þeir elstu sem komu inn í gönguna voru fæddir 1928.

Afmælishópurinn sem er 50 ára á árinu eru fæddir 1967 var hress, flestir klæddir í sama fatnaði. Förið var mikið og hópurinn var með golfbíl sér til halds og trausts. Eins og hefð er orðin fyrir kemur hátíðarræðan úr þeim hópi og fékk Ragnheiður Elín Árnadóttir það hlutverk á stóra sviðinu.

Meðfylgjandi myndir voru teknar í göngunni. Hér má sjá þúsundir andlita í meðfylgjandi myndasafni. Er þitt þar?

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Ljósanótt 2017 - árgangaganga