Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Ljósanótt: Styrktaraðilum þakkað
Mánudagur 8. október 2007 kl. 17:58

Ljósanótt: Styrktaraðilum þakkað

Reykjanesbær hélt á dögunum hóf þar sem boðið var fulltrúum hinna fjölmörgu fyrirtækja sem lögðu hönd á plóginn á nýliðinni Ljósanæturhátíð.

Alls hlutu 66 fyrirtæki viðurkenningu, þeirra á meðal Sparisjóðurinn í Keflavík, aðalstyrktaraðili Ljósanætur.

Steinþór Jónsson, formaður Ljósanefndar þakkaði fyritækjunum fyrir hönd bæjarins og sagði við þetta tilefni að án sterkra bakhjarla væri Ljósanótt ekki það sem hún er í dag.

VF-mynd/elg - Forsvarsmenn fyrirtækjanna ásamt fulltrúum bæjarins
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024