Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Ljósanótt sett kl. 10:30 við Myllubakkaskóla
Fimmtudagur 1. september 2011 kl. 09:23

Ljósanótt sett kl. 10:30 við Myllubakkaskóla

Ljósanótt í Reykjanesbæ verður sett í dag kl. 10:30 við Myllubakkaskóla í Keflavík. Árni Sigfússon bæjarstjóri setur hátíðina og nemendur úr öllum grunnskólum bæjarins, um 2.000 talsins, koma fylktu liði á setninguna og sleppa marglitum blöðrum til himins til tákns um fjölbreytileika mannkynsins.

Gítar Myllos ásamt nemendum stjórnar fjöldasöng, nokkur lög sungin sem allir kunna m.a. Meistari Jakob á nokkrum tungumálum og endað er á laginu Velkomin á Ljósanótt, samkvæmt dagskrá Ljósanætur sem sjá má á www.ljosanott.is

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024