Ljósanótt sett kl. 10:30
Ljósanótt í Reykjanesbæ verður sett formlega í dag kl. 10:30 við Myllubakkaskóla. Þetta er fjórtánda Ljósanæturhátíðin en Ljósanótt var fyrst haldin í Reykjanesbæ árið 2000. Það eru grunnskólabörn úr öllum grunnskólum bæjarins og elstu börn af leikskólum sem setja hátíðina með því að sleppa blöðrum til himins.
Síðar í dag hefst svo dagskrá með sýningum ýmiskonar. Dagskrá Ljósanætur er á www.ljosanott.is. Þá verður sérstakt dagskrárblað borið út í Reykjanesbæ í dag og jafnframt mun það liggja frammi á fjölsóttum stöðum.