Ljósanótt sett í 22. sinn
Tuttugasta og önnur Ljósanótt var formlega sett í gær að viðstöddu fjölmenni í skrúðgarðinum í Keflavík. Þangað mættu börn úr leikskólum bæjarins og úr 3. og 7. bekk grunnskólanna.
Það kom í hlut Kjartans Más Kjartanssonar, bæjarstjóra, að setja hátíðina formlega. Hermann Borgar Jakobsson, formaður ungmennaráðs Reykjanesbæjar, dró Ljósanæturfánann að húni og þá mætti Friðrik Dór og söng nokkur lög fyrir og með gestum.
Hér að neðan eru svipmyndir sem Jóhann Páll Kristbjörnsson tók við setningarathöfnina. Einnig er viðtal við Guðlaugu Maríu Lewis, menningarfulltrúa Reykjanesbæjar, um Ljósanótt sem nú er hafin.