Ljósanótt í lifandi myndum á vf.is
Lifandi myndir frá Ljósanótt í Reykjanesbæ verða áberandi á vef Víkurfrétta næstu daga. Myndatökumenn VF verða á ferðinni um Reykjanes og fanga stemmninguna á ljósmyndir og myndbönd. Brot af því besta verða síðan sett inn á vefinn jafnóðum.
Þannig má nú nálgast fjögur myndbönd frá setningardegi Ljósanætur hér á vefnum. Fyrst skal nefna myndband frá setningu hátíðarinnar þar sem 2500 blöðrum var sleppt til himins. Undir þeim myndum spilum við fyrsta Ljósalagið. Þá má nefna viðtal við formann Ljósanæturnefndar og viðtal við Valgerði Guðmundsdóttur, menningarfulltrúa Reykjanesbæjar sem opnaði nýtt sýningarrými í gær, Bíósalinn í DUUShúsum.
Í gærkvöldi tókum við síðan upp myndbrot frá tónleikum við 88húsið. Það er ástæða til að biðjast velvirðingar á lélegu hljóði með því myndefni, þar sem hljóðnemi var rangt stilltur.
Fleiri myndbönd eru væntanleg í dag, föstudag. Einnig verður komið víða við í laugardagsdagskránni og henni verða gerð skil á netinu á sunnudag, enda lítill tími á laugardag í þéttri dagskrá til að klippa til myndefni. Ljósmyndir frá viðburðum verða einnig settar í myndagallerý mjög reglulega, þannig að netverjar eiga eftir að drekka í sig Ljósanótt í Reykjanesbæ hér á vf.is
Mynd: Frá setningu Ljósanætur 2006. VF-mynd: Ellert Grétarsson
Þannig má nú nálgast fjögur myndbönd frá setningardegi Ljósanætur hér á vefnum. Fyrst skal nefna myndband frá setningu hátíðarinnar þar sem 2500 blöðrum var sleppt til himins. Undir þeim myndum spilum við fyrsta Ljósalagið. Þá má nefna viðtal við formann Ljósanæturnefndar og viðtal við Valgerði Guðmundsdóttur, menningarfulltrúa Reykjanesbæjar sem opnaði nýtt sýningarrými í gær, Bíósalinn í DUUShúsum.
Í gærkvöldi tókum við síðan upp myndbrot frá tónleikum við 88húsið. Það er ástæða til að biðjast velvirðingar á lélegu hljóði með því myndefni, þar sem hljóðnemi var rangt stilltur.
Fleiri myndbönd eru væntanleg í dag, föstudag. Einnig verður komið víða við í laugardagsdagskránni og henni verða gerð skil á netinu á sunnudag, enda lítill tími á laugardag í þéttri dagskrá til að klippa til myndefni. Ljósmyndir frá viðburðum verða einnig settar í myndagallerý mjög reglulega, þannig að netverjar eiga eftir að drekka í sig Ljósanótt í Reykjanesbæ hér á vf.is
Mynd: Frá setningu Ljósanætur 2006. VF-mynd: Ellert Grétarsson