Ljósanótt í fjóra daga
Undirbúningurinn fyrir Ljósnótt er nú á lokastigi og hafa margir komið að undirbúningnum til að gera hátíðina sem glæsilegasta. Ljósahátíðin stendur nú yfir í 4 daga og er dagskráin sérlega glæsileg. Steinþór Jónsson er upphafsmaður Ljósanætur, auk þess að stýra undirbúningsnefndinni, en nefndin hefur starfað að undirbúningi síðastliðna mánuði."Hluti af Ljósanótt er nú þegar kominn í framkvæmd því vefurinn www.ljosanott.is hefur verið starfræktur síðustu mánuði og þar er hægt að sjá dagskrána, skoða fréttir af hátíðinni og senda inn hugmyndir að atriðum," segir Steinþór og bætir við: "Það vita líka allir af Ljósalaginu sem er nýlunda og koma Íslendings er búin að vera á borðinu í nokkurn tíma. Atriðum hátíðarinnar hefur verið fjölgað til muna og dreifist hún nú á fjóra daga og er dagskrá föstudagsins sérlega glæsileg, þó hápunkturinn verði auðvitað á laugardaginn," segir Steinþór.
Ljósanæturnefndin setti sér það markmið í upphafi að á hverri Ljósanótt yrði eitthvað framkvæmt sem væri til frambúðar fyrir Reykjanesbæ. Á Ljósanótt árið 2000 var bergið upplýst og í fyrra voru minnismerki sjómanna og Flug-listaverk Erlings Jónssonar afhjúpuð. Steinþór segist vera mjög ánægður með það að markmið nefndarinnar hafi náðst: "Á Ljósanótt í ár kemur Íslendingur til Reykjanesbæjar og það er mikið gleðiefni að hann verði hér áfram. Listaverkið Laxnessfjöðrin eftir Erling Jónsson verður einnig vígð að Skólavegi 1," segir Steinþór.
Dagskrá hátíðarinnar í ár er mjög fjölbreytt og lýsir Steinþór yfir sérstakri ánægju með frumkvæði fyrirtækja, stofnanna og íbúa í skipulagningu hátíðarinnar: "Það hafa mjög margir komið að skipulagningunni og komið með nýjar hugmyndir. Það er einmitt þess vegna sem hátíðin nær nú yfir fjóra daga þar sem mjög margt er í boði. Með því að vinna saman að þessari hátíð þá getum við látið hana vaxa og verða að föstum lið á Reykjanesi. Fólk sér auðvitað viðskiptatækifæri í þessu því eins og allir vita komu 20 þúsund manns á Ljósanótt í fyrra, fyrir utan það hvað þetta er góð kynning fyrir sveitarfélagið."
Þegar Steinþór er spurður að því hvort hann búist jafnvel við fleiri gestum en í fyrra svara hann: "Við getum alveg búist við fleirum því veðurspáin er góð og uppákomur eru fleiri, en það sem er aðalatriðið í mínum huga er að allir sem á Ljósanótt koma skemmti sér vel," segir Steinþór að lokum.
Ljósanæturnefndin setti sér það markmið í upphafi að á hverri Ljósanótt yrði eitthvað framkvæmt sem væri til frambúðar fyrir Reykjanesbæ. Á Ljósanótt árið 2000 var bergið upplýst og í fyrra voru minnismerki sjómanna og Flug-listaverk Erlings Jónssonar afhjúpuð. Steinþór segist vera mjög ánægður með það að markmið nefndarinnar hafi náðst: "Á Ljósanótt í ár kemur Íslendingur til Reykjanesbæjar og það er mikið gleðiefni að hann verði hér áfram. Listaverkið Laxnessfjöðrin eftir Erling Jónsson verður einnig vígð að Skólavegi 1," segir Steinþór.
Dagskrá hátíðarinnar í ár er mjög fjölbreytt og lýsir Steinþór yfir sérstakri ánægju með frumkvæði fyrirtækja, stofnanna og íbúa í skipulagningu hátíðarinnar: "Það hafa mjög margir komið að skipulagningunni og komið með nýjar hugmyndir. Það er einmitt þess vegna sem hátíðin nær nú yfir fjóra daga þar sem mjög margt er í boði. Með því að vinna saman að þessari hátíð þá getum við látið hana vaxa og verða að föstum lið á Reykjanesi. Fólk sér auðvitað viðskiptatækifæri í þessu því eins og allir vita komu 20 þúsund manns á Ljósanótt í fyrra, fyrir utan það hvað þetta er góð kynning fyrir sveitarfélagið."
Þegar Steinþór er spurður að því hvort hann búist jafnvel við fleiri gestum en í fyrra svara hann: "Við getum alveg búist við fleirum því veðurspáin er góð og uppákomur eru fleiri, en það sem er aðalatriðið í mínum huga er að allir sem á Ljósanótt koma skemmti sér vel," segir Steinþór að lokum.