Ljósanótt: Dagskrá unglingatónleika 4.september
Í tengslum við Ljósanótt 2008 verða haldnir unglingatónleikar fimmtudaginn 4.september 2008, á vegum 88 hússins.
Tónleikarnir hefjast kl. 19:30 þegar hljómsveitin NN frá Reykjanesbæ stígur á stokk. Hljómsveitirnar munu síðan koma fram hver af annarri og eru í eftifarandi röð:
NN frá Reykjanesbæ
Freaky Joe frá Reykjanesbæ
Askur Yggdrasils frá Reykjanesbæ
Reason to belive frá Reykjanesbæ
Ástþór Óðinn rappari frá Reykjanesbæ
Anna Hlín rappari frá Reykjanesbæ
Böddi söngvari og Dabbi gítarleikari úr hljómsveitinni Dalton
Ingó úr Veðurguðunum
Mínus
Að sögn Hafþórs Barða Birgissonar, forstöðumanns 88 hússins og Fjörheima var mikil aðsókn í að fá að spila á tónleikunum. 16 hljómsveitir frá ýmsum stöðum á landinu sýndu tónleikunum áhuga en aðeins 6 voru valdar til að spila. Tónleikarnir eru að sjálfsögðu vímulausir og er vonast til að unglingarnir í Reykjanesbæ og gestir þeirra skemmti sér vel þetta kvöld.
Starfsemi 88 hússins er í gangi í allt sumar og Svartholið er opið. Fjörheimar opna hins vegar ekki fyrr en í haust um leið og skólarnir fara í gang.