Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Ljósanótt 2019: Óskar eftir miðum á heimatónleikana
Sólborg Guðbrandsdóttir
Sólborg Guðbrandsdóttir skrifar
fimmtudaginn 5. september 2019 kl. 16:42

Ljósanótt 2019: Óskar eftir miðum á heimatónleikana

Skúli Björgvin Sigurðsson er flugvirki, íþróttafréttaritari en fremst af öllu er hann faðir fjöldans. Hann segir Ljósanótt ómissandi viðburð í menningarlífi bæjarins. „Hún sameinar fjölskyldur, vini í hina ýmsu viðburði sem gerir tilveruna litríkari í miðju haustlægðanna.“

Hvaða viðburði ætlar þú að sækja?

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

„Ég ætlaði mér á heimatónleikana en miðar seldust upp á nanósekúndu. Ég auglýsi hér með eftir tveimur miðum. Annars er líklegt að ég mæti í árgangagönguna og á einhverjar myndlistasýningar. Það væri gaman að mæta á Hjöbbquiz á Paddy´s og vinna kassa af einum „skítköldum” en svo eru yfirgnæfandi líkur að ég komi við á viðburðum fyrir litlu púkana mína.“

Hvað finnst þér ómissandi á Ljósanótt?

„Hátíðin í heild sinni er ómissandi finnst mér. Það er búið að vera gaman að fylgjast með því hvernig hátíðin hefur stækkað með árunum.“

Hverju af hátíðinni myndir þú mæla með fyrir gesti?

„Mér finnst alltaf notalegt að tölta um og skoða myndlistarsýningarnar. Þar er gítarleikari Hippa í Handbremsu, Stebbi „Lefty” (Stefán Jónsson) í uppáhaldi hjá mér í hópi annars frábærra listamanna.“

Hver er eftirminnilegasta Ljósanóttin þín?

„Það er í raun engin ein sem stendur upp úr. Þær hafa þróast með eigin aldri og upplifun hverrar hátíðar í takt við það.“