Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Mannlíf

Ljósanótt 2019: Fjölskylduboð hjá Bigga og Höllu
Sólborg Guðbrandsdóttir
Sólborg Guðbrandsdóttir skrifar
fimmtudaginn 5. september 2019 kl. 16:45

Ljósanótt 2019: Fjölskylduboð hjá Bigga og Höllu

Thelma Hrund Tryggvadóttir er uppalin Keflvíkingur en býr nú í Njarðvík ásamt kærastanum sínum, syni þeirra og hundinum Arró. Hún starfar hjá DHL og þolir ekki að vera í sokkum.

Hvernig finnst þér Ljósanótt?

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

„Mér finnst Ljósanótt æðisleg. Það er frábært að sjá svona mikið líf í bænum og að hitta alla á röltinu.“

Hvaða viðburði ætlar þú að sækja?

„Ég ætla á heimatónleikana, Skoppu og Skrítlu í Hljómahöllinni, árgangagönguna, tónleikana á stóra sviðinu svo eitthvað sé nefnt.“

Hvað finnst þér ómissandi á Ljósanótt?

„Fjölskylduboð hjá Bigga og Höllu og að rölta öll saman niður í bæ á tónleikana og sjá flugeldasýninguna.“

Hverju af hátíðinni myndir þú mæla með fyrir gesti?

„Ég mæli með að fara niður í bæ og rölta, skoða myndlistasýningar og horfa á flugeldasýninguna um kvöldið.“

Hver er eftirminnilegasta Ljósanóttin þín?

„Þær standa allar upp úr.“