Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Mannlíf

Ljósanótt 2012 sett á fimmtudag
Föstudagur 24. ágúst 2012 kl. 08:19

Ljósanótt 2012 sett á fimmtudag

Ljósanótt, menningar- og fjölskylduhátíð Reykjanesbæjar verður haldin í 13. sinn dagana 30. ágúst – 2. september.

Ljósanótt, menningar- og fjölskylduhátíð Reykjanesbæjar verður haldin í  13. sinn dagana 30. ágúst – 2. september.

Ljósanótt, menningar- og fjölskylduhátíð Reykjanesbæjar verður haldin dagana 30. ágúst – 2. september og verður formlega sett n.k. fimmtudag þegar grunnskólabörn bæjarins sleppa marglitum blöðrum til himins.

Dagskráin þessa hátíðardaga er fjölbreytt og sniðin að þörfum allrar fjölskyldunnar. Bæjarbúar taka virkan þátt í hátíðinni og framboð menningarviðburða á þeirra vegum hefur aukist ár frá ári jafnt og gestafjöldi. Áhersla er lögð á viðamiklar uppákomur frá fimmtudegi til sunnudags þótt hápunktur hátíðarinnar sé á laugardeginum.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Tónlistin leikur stórt hlutverk á Ljósanótt í rokkbænum Reykjanesbæ og má þar nefna tónleika í Rokkheimum Rúnars Júlíussonar, tónleikasyrpu í Duushúsum, sýninguna Gærur, glimmer og gaddavír sem fjallar um tónlist og tíðaranda áratugarins 1970 - 1980 og er framhald af "Með blik í auga" sem sló í gegn á síðustu Ljósanótt en þá var fjallað um tímabilið frá 1950 - 1970. Á föstudeginum koma fram á stóra sviðinu Gálan, Eldar, Moses Hightower, Tilbury og síðast en ekki síst Jónas Sig. og ritvélar framtíðarinnar. Hátíðarhöldin ná hámarki á laugardagskvöldið en þá leika Nýdönsk, Blár Ópall, Retro Stefson, og boðið verður upp á sérstakt Ellý og Vilhjálmur Tribute með þeim Valdimar Guðmundssyni, Ragnheiði Gröndal, Sigurði Guðmundssyni og Sigríði Thorlacius.

Fyrirtækið Skólamatur býður upp á íslenska kjötsúpu fyrir gesti og gangandi á föstudeginum og árgangagangan á laugardeginum er viðburður sem enginn vill missa af. Skemmtileg fjölskyldudagskrá verður á stóra sviðinu á laugardeginum. Skessan í hellinum er í hátíðarskapi og mun hún bjóða gestum hátíðarinnar upp á heitar lummur við smábátahöfnina í Gróf.



Fjöldi myndlistarmanna sýnir verk sín víðs vegar um bæinn auk þess sem gallerý og vinnustofur listamanna verða opnar. Einnig verður opnuð stór samsýning listamanna á Suðurnesjum í Listasafni Reykjanesbæjar í Duushúsum .



Frekari upplýsingar um dagskrá ljósanætur er að finna á ljosanott.is.