Ljósanætursýningu Listasafnsins lýkur
	Á sunnudag lýkur sýningunni Horfur sem opnuð var í sýningarsal safnsins í Duus Safnahúsum á Ljósanótt. Um er að ræða einkasýningu Helga Hjaltalín Eyjólfssonar sem er íbúi í Höfnum en hefð er fyrir því að á Ljósanætursýningum Listasafnsins séu heimamenn eða fólk sem hefur tengingar við bæinn í aðalhlutverkum.
	
	Helgi er fæddur árið 1968 og hefur verið virkur í sýningarhaldi jafnt hér heima sem erlendis síðan á námsárunum og hefur sinnt ýmsum störfum tengdum myndlist.
	
	Á þessari sýningu reynir (jaðarsettur) miðaldra kalmaður staðsettur í Höfnum, að útskýra fyrir sér ástand heimsins og hverjar horfunar séu. Í gegnum miðla myndlistarinnar þreifar hann á og gerir tilraun til að skilja og læra meira um þessa veröld sem við byggjum.
	
	Sýningin er opin alla daga frá kl. 12-17.

 
	
			

 
						 
						 
						 
						 
						 
						


 
				 
				 
				 
				 
				
 
				 
				 
				