Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Ljósalagið: Síðustu forvöð að skila inn lagi í dag
Mánudagur 14. júlí 2008 kl. 10:20

Ljósalagið: Síðustu forvöð að skila inn lagi í dag

Samkeppni um Ljósalag Reykjanesbæjar 2008 er nú í fullum gangi og þegar hafa þó nokkur lög borist í keppnina. Sigurvegari fær að launum kr. 500.000 þannig að það er til mikils að vinna. Síðasti skiladagur á lögum í keppnina er í dag, 14. júlí.

Dómnefnd mun fara yfir innsend lög og velja nokkur sem kynnt verða í útvarpi og á vefnum þar sem fram mun fara netkosning.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Áhugasamir geta sent inn lög á slóðina ljosanot.is/ljosalag en einnig er hægt að senda geisladisk á bæjarskrifstofur, Tjarnargötu 12. Höfundar þurfa að skila laginu undir dulnefnin en hafa nafn og símanúmer með í lokuðu umslagi.