Ljósalagið 2004 í kvöld
Ljósalagið 2004, sönglagakeppni Ljósanætur, verður haldin í Stapa föstudaginn 20. ágúst nk.. Þetta er í þriðja skiptið sem þessi keppni er haldin og verður hún glæsilegri með hverju árinu sem líður. Hafa margir af okkar þekktustu lagahöfundum sent inn lög í þessa keppni og meðal höfunda sem eiga lög að þessu sinni er Magnús Kjartansson, Hreimur Örn Heimisson og Védís Hervör Árnadóttir. Þá er Ljósalagskeppnin kjörin vettvangur ungra og óþekktra höfunda til þess að koma lögum sínum á framfæri. Má t.d nefna Suðurnesjamanninn Elvar Gottskálksson sem á lag í úrslitakeppninni að þessu sinni. Elvar starfar á öðrum vettvangi en greinilega hæfileikaríkur lagahöfundur. Ljósalagskeppnin er orðin ein öflugusta lagakeppni landsins og Reykjanesbæ til sóma. Það á að vera Reykjanesbæ keppikefli að viðhalda þeirri tónlistarhefð sem hér hefur ríkt í áratugi.
Meðal nýjunga í ár, er að nú er hægt að taka þátt í atkvæðagreiðslu á Netinu. Á slóðinni www.tonlist.is og ýmsum örðum heimasíðum s.s.Víkurfréttum, er hægt að hlusta á lögin og greiða um þau atkvæði. Gilda atkvæði greidd á netinu 25%, atkvæði greidd í sal í Stapa á föstudag 25% og sérstök dómnefnd sem verða mun að störfum á úrslitakeppninni sjálfri vegur 50%.
Þá mun einnig verða hægt að sjá úrslitakeppnina beint á Netinu fyrir þá sem ekki eiga möguleika á að fara á keppnina sjálfa.
Diskur með lögunum 10 sem komust í úrslit er kominn út og mun sala á honum hefjast á næstu dögum. Ljósalagskeppnin er krefjandi verkefni sem mikið er lagt í, en skilar bæjarfélaginu ákveðinni sérstöðu sé vel á haldið. Verkefnið er fjármagnað með framlagi sveitarfélagsins, styrktaraðila og sölu á Ljósalagsdiskinum. Til þess að Ljósalagskeppnin fái lifað til framtíðar er nauðsynlegt að hún standi undir sér. Þess vegna vil ég hvetja bæjarbúa til þátttöku, að þeir kaupi sér disk og mæti á úrslitakeppnina í Stapa á föstudagkvöld sjái þeir sér það fært.
Bestu kveðjur
Guðbrandur Einarsson
formaður Ljósalagsnefndar 2004
Meðal nýjunga í ár, er að nú er hægt að taka þátt í atkvæðagreiðslu á Netinu. Á slóðinni www.tonlist.is og ýmsum örðum heimasíðum s.s.Víkurfréttum, er hægt að hlusta á lögin og greiða um þau atkvæði. Gilda atkvæði greidd á netinu 25%, atkvæði greidd í sal í Stapa á föstudag 25% og sérstök dómnefnd sem verða mun að störfum á úrslitakeppninni sjálfri vegur 50%.
Þá mun einnig verða hægt að sjá úrslitakeppnina beint á Netinu fyrir þá sem ekki eiga möguleika á að fara á keppnina sjálfa.
Diskur með lögunum 10 sem komust í úrslit er kominn út og mun sala á honum hefjast á næstu dögum. Ljósalagskeppnin er krefjandi verkefni sem mikið er lagt í, en skilar bæjarfélaginu ákveðinni sérstöðu sé vel á haldið. Verkefnið er fjármagnað með framlagi sveitarfélagsins, styrktaraðila og sölu á Ljósalagsdiskinum. Til þess að Ljósalagskeppnin fái lifað til framtíðar er nauðsynlegt að hún standi undir sér. Þess vegna vil ég hvetja bæjarbúa til þátttöku, að þeir kaupi sér disk og mæti á úrslitakeppnina í Stapa á föstudagkvöld sjái þeir sér það fært.
Bestu kveðjur
Guðbrandur Einarsson
formaður Ljósalagsnefndar 2004