Ljósahús Reykjanesbæjar 2005: Óskað eftir tilnefningum
Íbúar Reykjanesbæjar eru minntir á hina árlegu samkeppni um Ljósahúsið.
Menningar- íþrótta- og tómstundsvið Reykjanesbæjar ásamt Hitaveitu Suðurnesja stendur nú í fimmta sinn fyrir samkeppni um LJÓSAHÚS Reykjanesbæjar árið 2005. Einnig verður valin best skreytta gatan og best skreytta fjölbýlishúsið.
Hægt er að koma tilnefningum til dómnefndar á netfangið: [email protected] eða hringja þær inn í síma 421 6700.
Tilnefningar þurfa að hafa borist fyrir kl. 14:00 mánudaginn 12. desember. Úrslit verða kynnt fimmtudaginn 15. desember kl. 18:00 í Duushúsum.
Vegleg verðlaun eru í boði sem endranær.
Texti:reykjanesbaer.is, mynd úr safni VF. Ljósahúsið í fyrra.
Menningar- íþrótta- og tómstundsvið Reykjanesbæjar ásamt Hitaveitu Suðurnesja stendur nú í fimmta sinn fyrir samkeppni um LJÓSAHÚS Reykjanesbæjar árið 2005. Einnig verður valin best skreytta gatan og best skreytta fjölbýlishúsið.
Hægt er að koma tilnefningum til dómnefndar á netfangið: [email protected] eða hringja þær inn í síma 421 6700.
Tilnefningar þurfa að hafa borist fyrir kl. 14:00 mánudaginn 12. desember. Úrslit verða kynnt fimmtudaginn 15. desember kl. 18:00 í Duushúsum.
Vegleg verðlaun eru í boði sem endranær.
Texti:reykjanesbaer.is, mynd úr safni VF. Ljósahúsið í fyrra.