Ljósaganga í Suðurnesjabæ í kvöld
Ljósaganga fer fram í kvöld, mánudagskvöld, á stígnum á milli Garðs og Sandgerðis í umsjón Knattspyrnudeildar Reynis og Golfklúbbs Sandgerðis. Gangan er í tilefni af bæjarhátíð í Suðurnesjabæ.
Gengið frá Þekkingarsetrinu kl. 18:45 og Víðisvelli kl. 19:00.
Ljós, Hreimur Örn Heimisson kemur og syngur, grill og kjötsúpa í boði Skólamatar.
Göngugarpar eru hvattir til að koma vel skóaðir og klæddir eftir veðri í gönguna.