Ljóðræn málverk á jólasýningu Sossu
Sossa myndlistarkona opnar jólasýningu sína á morgun, laugardag en það er áralöng hefð fyrir jólasýningu hjá henni. Að þessu sinni er sýningin með nokkra sérstöðu því myndirnar eru allar innblásnar af ljóðum Antons Helga Jónssonar.
Sossa segir að Anton hafi lengi verið í uppáhaldi hjá sér, alveg frá því fyrsta ljóðabók hans kom út árið 1974. Ljóðin hans séu myndræn og húmorísk. Anton verður sérstakur gestur á sýningunni og mun lesa upp úr ljóðum sínum á laugardag kl. 17. Þá mun tónlistarmaðurinn Svavar Knútur mæta með gítarinn og syngja nokkur lög.