„Liverpool eru bestir!“
Fótboltalið Keflavíkur virðist vera að rétta úr kútnum eftir nokkra slæma leiki í röð og anda stuðningsmenn liðsins án efa léttar þessa dagana.
Þeirra á meðal eru þeir Magnús Ari og Sigurður Jóhann. Þeir eru ekki í vafa um það að Keflvíkingar eru bestir, enda spila þeir með liðinu í 6. flokki . Þeir vonast eflaust til að leika með þeim þegar fram líða stundir og voru á fullu að æfa sig þegar ljósmyndara Víkurfrétta bar að garði í dag.
Þeir fylgjast auðvitað líka með enska boltanum og eru snöggir til svara þegar spurt er um uppáhaldsliðið þar. „Liverpool eru bestir!“ sögðu þeir ogbættu því við að þeir væru hæstánægðir með skipun nýja þjálfarans.
VF-mynd/Þorgils Jónsson