Live spinning í Perlunni
Laugardaginn 2 október sl. hélt hljómsveitin Safnaðarfundur eftir messu tvo stórtónleika fyrir spinninggesti Perlunnar.
Vakti framtakið mikla lukku og var stemmingin mjög góð. Hvor tími var um 60 mín þannig að vel var tekið á því og allir komnir í helgargírinn!
Perlan mun standa fyrir ýmsum skemmtilegum uppákomum á næstunni, en næst á dagskrá er að fara í yoga-tíma til Guðjóns Bergmanns.