Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Litskyggnusýning úr safni Knúts Höiriis
Föstudagur 12. apríl 2013 kl. 09:59

Litskyggnusýning úr safni Knúts Höiriis

- stöðvarstjóra og hringfara.

Tuttugu ár eru liðin nú um þessar mundir frá því að Knútur Höiriis stöðvarstjóri eldsneytisafgreiðslu Olíufélagsins (ESSO) á Keflavíkurflugvelli (1922 – 1993) féll frá langt um aldur fram. Knútur var áhugasamur ljósmyndari og lét eftir sig mikið safn mynda og litskyggna sem hann tók í starfi sínu á Keflavíkurflugvelli í tæp 50 ár og gefa glögga mynd af flugstarfsemi varnarliðsins og þróun farþegaflugsins á fyrri árum. Einnig var hann mikill áhugamaður um fjallaferðir og ferðaðist víða ásamt fjölskyldu og vinum.  

Fjölskylda, vinir og samstarfsmenn Knúts heitins efna til sýningar á ljósmyndum úr starfi hans á Keflavíkurflugvelli og frá ferðalögum um landið okkar í bíósal DUUShúsa dagana 16. og 17. apríl næstkomandi.

Keflavíkurflugvöllur 16. apríl kl. 20.00.
Sagnamenn Friðþór Eydal og Sigurjón Vilhjálmsson úr Höfnum.

Fjallaferðir 17. apríl kl. 20.00.
Sagnamaður Garðar Sigurðsson fjallavinur.

ALLIR HJARTANLEGA VELKOMNIR.
 

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024