Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Litrík ljósmyndasýning í Saltfisksetrinu
Föstudagur 20. febrúar 2009 kl. 14:17

Litrík ljósmyndasýning í Saltfisksetrinu



,,Þetta er mín fyrsta einkasýning og ég neita því ekki að það er töluverður fiðringur í mér," segir Þórhallur Pálsson, arkitekt, sem opnar ljósmyndasýninguna ,,Fótmál" í listasal Saltfisksetursins á morgun laugardag kl. 14:00.

Þórhallur er fæddur 1952 í Keflavík en er að ætt og uppruna Austfirðingur. Hann útskrifaðist sem arkitekt frá Chalmers tækniháskólanum í Gautaborg árið1977 og hefur mest alla starfsævina unnið við skipulagsmál á ýmsum stigum. Þórhallur byrjaði ungur að taka myndir og hefur gert það með örfáum hléum, allt fram á þennan dag.

Í þessari fyrstu einkasýningu ætlar Þórhallur að sýna okkur myndir af ýmsu sem er ekki sérlega stórt í raunveruleikanum, en er þar ef vel er að gáð.

Þórhallur var í óða önn að setja upp myndirnar í gær, sem margar eru sérlega litríkar og fallegar af ýmsum blómum og náttúrufyrirbærum. Einnig sýnir Þórhallur nokkrar svarthvítar myndir. Þórhallur vinnur allt sjálfur og prentar einnig myndirnar út en hann hefur verið að fikra sig áfram með prenttæknina í vetur. Einnig segist hann eiga sem minnst við myndirnar í myndvinnsluforritum.
 
Frítt er inn á sýninguna og er hún opin á opnunartíma Saltfisksetursins alla daga vikunnar frá 11:00- 18:00.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Af www.grindavik.is
-----

Mynd/www.grindavik.is -  Þórhallur Pálsson við uppsetningu verkanna í gær.