Reykjanesbær 3-6 sept
Reykjanesbær 3-6 sept

Mannlíf

Þriðjudagur 23. desember 2003 kl. 10:13

Litlu jól Frístundaskólans

Litlu jól Frístundaskólans voru haldin í Frumleikhúsinu fyrir helgi, en þau mörkuðu lok haustannar. Hérastubbur bakari og bakaradrengurinn úr Hálsaskógi mættu í heimsókn en í sögustundum Bókasafns Reykjanesbæjar í vetur hafa börnin m.a. hlýtt á söguna um Dýrin í Hálsaskógi. Gestirnir vöktu mikla lukku en þess má geta að í hlutverki bakaradrengsins var heimamaður, Friðrik Friðriksson, sem steig sín fyrstu skref í leiklistinni með Leikfélagið Keflavíkur. Að loknu leikatriði kom hver skóli upp á svið og söng fyrir hina nemendurna. Hófinu lauk með því að allir fengu safa, samlokur og smákökur.
Optical Studio 15, 18, 20, 22, 25, 27, 29. ágúst 1-6 sept kona
Optical Studio 15, 18, 20, 22, 25, 27, 29. ágúst 1-6 sept kona
Reykjanes Optikk ljósan25
Reykjanes Optikk ljósan25