Litlar skútur og hressir krakkar
Margir vegfarendur ráku upp stór augu þegar þeir sáu litlar skútur sigla inn í smábátahöfnina í Keflavík á dögunum. Þegar ljósmyndara Víkurfrétta bar að garði þá voru ungir peyjar að draga skúturnar upp á land og hófu að þrífa þær. Þessir hressu strákar eru á siglinganámskeiði í Reykjanesbæ og hafa verið að sigla í kringum Keflavík undanfarna daga. Ekki var annað að sjá á þeim en að þeir skemmtu sér konunglega enda ekki á hverjum degi sem maður fær að stýra skútu.
Myndin: Ungur strákur siglir í átt að smábátahöfninni í Reykjanesbæ
VF-mynd/Atli Már