LITLA BARNIÐ
Þeir börðust við vindinn og komust í gegn,því stjarnan lýsti þar inn.Þar barst sú mikla og stóra fregn,að barn í jötu væri frelsarinn.Litla barnið brosti blítt,í jötu sinni lá.Falleg augun og hjartað hlýtt,fallega stjörnu sá.Vitringar í röðum mættu,runnu stjörnuna á.Allir glæpir á stundinni hættu,er heimurinn barnið sá.Úr geislum stjörnunnar ástin hlý,lýsti beint á barnið.Á jólamorgni var fréttin ný,að hátíðin yrði gerð að sið.Jesús Kristur er frelsarinn,frelsari allra manna.Minn bróðir hann er og líka þinn,það er satt og sanna.Ljóð eftir : Sigríði J . Valdimarsdóttur 15 ára.