Litið um öxl: Kjartan Már Kjartansson
Áramótin eru skemmtilegur tími og um leið ágætis tímapunktur bæði til að líta um öxl og skoða árið sem er að líða í aldanna skaut og einnig til að líta fram á veginn og spá í spilin.
Víkurfréttir höfðu samband við nokkra valinkunna Suðurnesjamenn og –konur og spurðu hvað væri minnisttæðast frá árinu 2007.
Kjartan Már Kjartansson – Forstöðumaður verslunarsviðs Samkaupa
Það sem mér finnst bera hæst á árinu sem er að líða er hversu mikill uppgangur hefur verið í íslensku efnahagslífi og hversu góður árangur hefur náðst í aukningu kaupmáttar. Á móti því kemur auðvitað töluverð lækkun hlutabréfa á síðustu vikum en vonandi gengur það allt til baka á næsta ári.
Af persónulegum vettvangi finnst mér mest til koma að yngsta dóttir okkar Jónu lauk grunnskóla og hóf nám í menntaskóla, við hjónin fórum í einstaklega skemmtilega skútusiglingu í haust til Tyrklands og síðast en ekki síst gekk ég á hæsta tind landsins; Öræfajökul, um Hvítasunnuna ásamt besta vini mínum; Sigurði Garðarssyni og systur hans, Rannveigu. Það var ógleymanleg ferð.
Heilt yfir hefur þetta ár verið mér og mínum mjög gott og við lítum björtum augum til komandi árs.
Mynd: Kjartan (t.v.) og Sturla Eðvarðsson, framkvæmdastjóri Samkaupa
Víkurfréttir höfðu samband við nokkra valinkunna Suðurnesjamenn og –konur og spurðu hvað væri minnisttæðast frá árinu 2007.
Kjartan Már Kjartansson – Forstöðumaður verslunarsviðs Samkaupa
Það sem mér finnst bera hæst á árinu sem er að líða er hversu mikill uppgangur hefur verið í íslensku efnahagslífi og hversu góður árangur hefur náðst í aukningu kaupmáttar. Á móti því kemur auðvitað töluverð lækkun hlutabréfa á síðustu vikum en vonandi gengur það allt til baka á næsta ári.
Af persónulegum vettvangi finnst mér mest til koma að yngsta dóttir okkar Jónu lauk grunnskóla og hóf nám í menntaskóla, við hjónin fórum í einstaklega skemmtilega skútusiglingu í haust til Tyrklands og síðast en ekki síst gekk ég á hæsta tind landsins; Öræfajökul, um Hvítasunnuna ásamt besta vini mínum; Sigurði Garðarssyni og systur hans, Rannveigu. Það var ógleymanleg ferð.
Heilt yfir hefur þetta ár verið mér og mínum mjög gott og við lítum björtum augum til komandi árs.
Mynd: Kjartan (t.v.) og Sturla Eðvarðsson, framkvæmdastjóri Samkaupa