Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Litasprengjan II: Önnur einkasýning ungrar listakonu
Heiða Dís Helgadóttir er tólf ára gömul listakona sem heldur sína aðra myndlistarsýningu. VF/JPK
Jóhann Páll Kristbjörnsson
Jóhann Páll Kristbjörnsson skrifar
fimmtudaginn 5. september 2024 kl. 06:06

Litasprengjan II: Önnur einkasýning ungrar listakonu

Heiða Dís Helgadóttir er tólf ára gömul listakona sem býður gesti og gangandi velkomna á vinnustofu sína nú á Ljósanótt til að berja listaverk hennar augum. Sýningin ber nafnið Litasprengjan II og er þetta önnur myndlistarsýning Heiðu Dísar en hún hélt einnig sýningu á Ljósanótt fyrir ári síðan.

„Ég hef verið að vinna myndirnar fyrir þessa sýningu eiginlega frá síðustu Ljósanótt,“ segir listakonan unga þegar Víkurfréttir litu inn á vinnustofuna hjá henni þar sem hún var í óða önn við að undirbúa herlegheitin.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Heiða Dís er búin að hengja upp fjöldann allan af listaverkum á vinnustofunni, hvert öðru glæsilegra, og það má sjá að í mörgum verkanna sækir hún innblástur í náttúruna.

„Ég mála aðallega með akrýllitum en svo eru líka sumar myndirnar teiknaðar eða unnar með pouring tækni,“ segir hún en á sýningunni verða einnig Tie Dye-bolir sem Heiða Dís hefur litað og skreytt sérstaklega fyrir þessa sýningu.

Heiða Dís býður alla velkomna á vinnustofu sína við Kirkjuveg 15 (bílskúr) í Keflavík. Listamaðurinn verður með opið á fimmtudag og föstudag frá klukkan 17 til 21.

Þessa mynd málaði Heiða Dís kvöldið áður en byrjaði að gjósa og hraun rann yfir hús í Grindavík. Hún segist hafa orðið svolítið smeyk um að verkið hafi komið gosinu af stað og íhugaði meira að segja að hella vatni yfir hana.