Bílakjarninn hekla
Bílakjarninn hekla

Mannlíf

Litaskrúðganga Sjóarans síkáta í kvöld
Föstudagur 1. júní 2018 kl. 06:00

Litaskrúðganga Sjóarans síkáta í kvöld

Á dagskrá Sjóarans síkáta í Grindavík í dag er meðal annars götugrill hverfanna en Grindavíkurbæ er skipt upp í fjögur hverfi þar sem hvert þeirra hefur sinn lit og sitt þema. Bæjarbúar eru hvattir til þess að skreyta göturnar sínar í sínum litum og slá saman í götugrill sem liðsstjórar hverfanna sjá um að skipa.

Eftir götugrillið hefst litaskrúðganga  úr hverfunum fjórum að hátíðarsvæðinu við Hafnargötu. Mæting í gönguna ekki seinna er 19:45. Gangan leggur af stað kl. 20:00.

Bílakjarninn sumardekk 2024
Bílakjarninn sumardekk 2024

Kvölddagskrá verður á hátíðarsvæðinu við Kvikuna og þar mun Slysavarnarfélagið Þórkatla vera með til sölu í sölugámum á hátíðarsvæði; candyfloss, blöðrur og ýmislegt góðgæti til.
Dagskrá kvöldsins á hátíðarsviði á Bryggjuballi er með breyttu sniði í ár en trúbadorar úr hverju hverfi taka lagið og síðan mun Ingó Veðurguð vera með brekkusöng þar sem allir taka undir.

Þá er Kvikan og Guðbergsstofa opin en þar eru tvær sýningar, önnur þeirra er Sjómennskan- séð með augum grindvískra barna og Borgir, málverkasýning Pálmars Arnars Guðmundssonar.