Mannlíf

  • Litahlaup og sirkusatriði á vorhátíð
  • Litahlaup og sirkusatriði á vorhátíð
Þriðjudagur 31. maí 2016 kl. 16:39

Litahlaup og sirkusatriði á vorhátíð

Njarðvíkurskóli lét veðrið ekki stoppa sig

Vorhátíð Njarðvíkurskóla var haldin í dag þriðjudaginn 31. maí og tókst hún með ágætum þótt veðrið hefði líklega mátt vera betra. Þetta árið var hún með breyttu sniði en hófst þó með skrúðgöngu eins og undanfarin ár. Að henni lokinni bauðst nemendum ýmis konar afþreying á skólalóð  og í skrúðgarði, t.d. andlitsmálning, dans, bílasýning, hlutavelta, sápubolti, boðhlaup, ratleikur, litahlaup og sirkusatriði sem styrkt af Foreldrafélagi Njarðvíkurskóla.

Í lok vorhátíðar var pylsuveisla sem foreldrafélagið sá um og þá voru úrslit úr kjöri formanns og varaformanns fyrir næsta skólaár kynnt.

Bílakjarninn sumardekk 2024
Bílakjarninn sumardekk 2024

Skemmtilegar myndir frá hátíðinni má sjá hér að neðan.